Lamzu Maya X þráðlaus leikjamús með 8K skynjara
Lamzu Maya X er nýjasta flaggskipið úr smiðju Lamzu. Einstaklega létt og vel hönnuð mús sem hefur fengið lof fyrir vandaða lögun.
Hún er ekki nema 47g, og uppfærslutíðni er 8000Hz, eða 8000 uppfærslur á sekúndu, sem tryggir gott viðbragð og veitir þar með forskot í leikjaspilun.
Hægt er að nota músina þráðlausa eða með þræði.
Sérhannaðir OMRON skynjararnir í hnöppunum eru ljósrænir, sem tryggir skjót viðbrögð ásamt því að þeir eru ólíklegir til að bila eða byrja að tvísmella.
Rafhlöðuendingin er einstaklega góð, eða allt upp í 80klst í notkun.
Glæsilegur hugbúnaður Lamzu tryggir að þú getur sett músina upp algjörlega eins og þú vilt hafa hana.
Lögunin á músinni tryggir að hún hentar sem flestum, hvort sem þú notar claw, fingertip eða palm grip.
Nánari upplýsingar hér á heimasíðu Lamzu
Tengi: Þráðlaus og USB
Takkafjöldi: 5stk
Rafhlöðuending: 80klst við 1.000Hz
Skynjari/Auga: Optical Pixart 3950
Hámarks næmni: 30.000 dpi
Þyngd: 47g