Upplýsingar og skilmálar

TT 2024 ehf
kt. 460324-2700
vsk nr. 152265
Banki 0133 hb 26 reikningur 015956

Vöruúrval
Yfir 98% af öllum vörum sem við seljum koma frá erlendum birgjum. Dreifingaraðilar á Íslandi eru flestir tengdir öðrum tölvuverslunum, því er ekki hægt að kaupa vörur frá þeim og vera á sama tíma með betri verð en aðrar tölvuverslanir. 

Ábyrgðarskilmálar

Okkar markmið er að bjóða hágæða vörur frá traustum og þekktum framleiðendum á góðu verði. Allar okkar vörur eru í sömu ábyrgð til bæði einstaklinga og fyrirtækja.

Pantanir
Pantanir eru afgreiddar á 1-7 virkum dögum, og fer tímalengd eftir lagerstöðu.

Afhending
Við erum í samstarfi við bæði Dropp og Íslandspóst. Sendingar innan höfuðborgarsvæðis eru almennt afhentar næsta virka dag, en utan höfuðborgarsvæðis 1-2 virkum dögum síðar.
Frí sending fylgir vefpöntunum yfir 19.990kr. og undir 30kg af raunþyngd eða rúmþyngd, hvort heldur sem er hærra.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Ef um er að ræða sérpöntun á vöru sem er ekki á heimasíðunni þarf að greiða fyrirfram fyrir kaupin og skilafrestur er ekki í boði.

Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Greiðslumáti
1. Greitt í gegnum greiðslugátt í vefverslun:
2. Millifærsla inn á reikning hjá Tölvutækni áður en varan er send.

Fjármögnungarleiðir
Netgíró
Pei

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.